Færsluflokkur: Dægurmál
18.6.2011 | 07:30
Loksins
Loksins tókst mér að koma því í verk að virkja mig hér aftur. Nú ætla ég að vera dugleg að skrifa og koma mínum hversdaglegu vangaveltum á netið. Nú er bara að finna upp á einhverju sniðugu til þess að tjá mig um, ég er alveg viss um að það kemur en þangað til bið ég að heilsa öllum sem ég þekki.
Kveðja
Steina
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 09:15
Karlmannsleysi !!!!
Karlmannsleysi ?
Ég hef aldrei upplifað annað eins hallæri og karlmannsleysi eins og þessi misseri.
Þessi ástsæla og söngelska þjóð er bara alveg karlmannslaus, nema að þeir hópi sér saman í hnapp í svokallaða karlakóra ? Með fullri virðingu fyrir karlakórum. Hvernig stendur eiginlega á því ? Tenórar eru eins sjaldgæfir og hvítir hrafnar, og það er vitað að þeir eru og hafa verið til, en engin veit um þá eða hefur séð þá. Ég bara auglýsi hér með eftir tenórum sem ekki eru karlakóra fastir. Karlmannsleysið (tenórar) er orðið að vandamáli í kór Fella- og Hólakirkju. Ef það eru einhverjir tenórar sem vilja sanna það að hvítir hrafnar séu til og vita hversu dýrmætir og sjaldgæfir þeir eru. Eru velkomnir til okkar. Við æfum á þriðjudagskvöldum kl 19.30.
Svo hélt ég líka að ég myndi aldrei upplifa það að það vantaði kvenfólk til þess að jafna út karlpeninginn. Það er bara eins og að jörðin hafi gleypt allt söngelskt fólk á Íslandi.
Kæru sönglelska fólk, lyftið ykkur upp í Do,Re,mí og látið sjá ykkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 00:51
Einkavæðing !!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)